Uppáhalds húðvörur

16:23:00

Góðan og blessaðan dag elsku lesendur! Nú er ég í löngu fríi og hér er því blogg um mínar uppáhalds húðvörur í maí/júní. Þessar vörur sko, vá! Ég er með rosalega skrítna húð, hún er stundum svolítið þurr á kinnunum og feit á T-svæðinu en svo stundum er hún bara rosalega normal yfir allt andlitið. Hef ekki hugmynd þess vegna hvernig húðtýpan mín er en ég segi oft bara blandaða húð og ég kaupi líka mjög mikið af vörum fyrir sensitive skin og svo bara þær vörur sem henta öllum húðtýpum.
Hér eru þessar guðdómlegu vörur. Jæjaaaa lets do this.

Garnier Micellar Cleansing Water – ég held nú að það viti allir, og þá meina ég allir, hvað þetta er. Þetta er semsagt vökvi sem hreinsar allt af húðinni og augunum. Þetta er alltaf fyrsta skrefið mitt þegar ég er að fara að taka af mér förðun, þá nota ég þetta til þess að ná því sem er á augunum af. Hvort sem það er mikil augnförðun eða bara maskari þá er þetta alltaf notað. Svo nota ég þetta líka sem fyrsta skref í að taka meik og allt það af húðinni. Það er enginn lykt af þessu og manni svíður ekki í augun ef þetta fer í þau.

Mario Badescu Aloe vera toner – þessi tóner, það besta í heiminum held ég bara. Keypti hann í Júní og ég er grínlaust búin að nota hann í hvert einasta skipti sem ég tek af mér förðunina. Þegar ég er búin að skrúbba/hreinsa húðina þá er þetta skrefið sem er næst, tóna húðina til þess að ná allri rest af óhreinindum af húðinni og birta til í henni. Þetta er Aloe Vera toner og þá róar hann húðina ef hún er eitthvað ert eftir farðann eða skrúbbinn sem þú varst að nota. Mæli 100% með. Fæst í Fotia verslun og netverslun.


Vitamin C Energising Face Mist (The Body Shop) – Uppáhalds, uppáhalds, uppáhalds rakagefandi spreyið mitt. Þetta er ódýrt, gefur fullkomin raka, frískar upp á húðina og þig. Elska þetta sprey meira en allt. Það stendur að þetta sé fyrir dull, tired, grumpy skin og það passar. Þetta hefur hjálpað húðinni minni að verða frískari og fallegri og það gerist bara með tímanum.

Aloe Soothing Rescue Cream Mask (The Body Shop) – Ég elska þennan maska, hann er yndislegur. Þetta er rakamaski sem gefur rosalega mikinn raka og virkar á sensitive skin. Hann er með Aloe eins og tónerinn sem ég talaði um fyrr og þess vegna róar hann húðina og endurheimtar það góða í húðinni. Maður ber hann bara á eins og krem og lætur hann vera yfir nótt og svo þegar þú vaknar þá skolaru hann bara af með vatni og lætur krem ef þess þarf. Rosalega góður maski sem allir ættu að kaupa sér ef þeim vantar góðan raka.


First Aid Beauty Eye Duty Triple Remedy – Yndislegt augnkrem sem allir ættu að eiga. Þetta krem birtir til undir augunum og tekur blámann (bauga) sem hefur “sest” að undir augunum þínum. Rosalega gott krem frá uppáhalds skincare merkinu mínu <3

First Aid Beauty Ultra Repair Cream – langbesta rakakrem sem ég hef nokkruntíman átt og prófað. Ég var að klára mína túpu og er strax búin að fjárfesta í annarri og veit ekki hvað ég á að gera á meðan ég bíð eftir því!! Elska þetta krem svo mikið að ég get ekki líst því.

Camomile Sumptuous Cleansing Butter (The Body Shop) – eins og nafnið segir þá er þetta hreinsi “smjör” og er notað til þess að ná öllu andlitinu þínu af á mjög fljótlegan hátt. Þú klínir þessu bara í allt fésið á þér og nuddar yfir húðina og þá bræðir þetta allan farðann af og svo tek ég bara volgan þvottapoka og tek allt af. Elska að nota þetta þegar ég er löt :)))

Þá er þetta komið, vonandi fannst ykkur gaman að lesa um mínar uppáhalds vörur.

Þar til næst




You Might Also Like

0 comments