Baby lips! :)

10:09:00

Hæhæ! Jæja þá er komið á öðru bloggi :)) Í þessu bloggi ætla ég aðeins að segja ykkur frá Baby Lips, þeir sem mér finnast bestir og svona :) 


Baby Lips eru framleiddir af Maybelline og eru ekki búnir að vera lengi í sölu á Íslandi, ég keypti t.d. alla mína úti í Englandi nema þennan græna :) 
Ég á alla sem eru í sölu á Íslandi en ég á ekki neinn af þessum sem eru limited edition eða doctor rescue. Mér finnst Baby Lips mjög góðir bara sem svona daglegir varasalvar og gott er að geyma þá í pennaveskinu í skólanum og svona. 
En núna ætla ég að lýsa hverjum og einum og raða þeim í röð sem mér finnst best. 

1. Hydrate(blái): Það er bara eitthvað svo gott við hann og nota hann nánast á hverjum degi. Það er mjög góð lykt af honum og það er enginn litur á honum. Ég hef átt 2 stykki. Hann gerir mikið fyrir mínar þurru varir :)  

2. Mint fresh(græni): Hann er bara svona myntu varasalvi og náttúrulega myntulykt og bragð af honum. Nota hann mjög mikið og ég gaf vinkonu minni einn í jólagjöf og hún er að verða búin með hann haha:) 

3. Cherry me(appelsínuguli): Mjög góð kirsuberja lykt af honum og það er litur á honum sem er svona mjög daufur rauður litur, elska hann! Lífgar mjög mikið upp á varirnar :) Nota hann oft ef ég vil vera með einhvern lit á vörunum. 

4. Peach kiss(fjólublái): Hann er rosalega góður einn og sér á varirnar og líka góð lykt af honum! Ég nota hann oft yfir Velvet teddy varalitinn minn frá Mac vegna þess að mér finnst hann svo mattur og þessi baby lips lætur hann verða svona smá glansandi og mér finnst það mjög flott :) 

5. Intense care(guli): Það er ekkert við hann sem heillar mig en eflaust heillar hann einhverja aðra. Það er bara enginn lykt af honum og enginn litur og mér finnst hann eiginlega ekki gera neitt við varirnar. Þess vegna finnst mér hann ekkert svakalega góður en eins og vinkona mín notar hann rosalega mikið. 

6. Pink punch(bleiki): Það er góð lykt af honum og hann er svona skærbleikur litur á honum og það nota hann mjög margir. En mér finnst hann ekki fara mér, þess vegna set ég hann neðst :) Hann er samt örugglega í uppáhaldi hjá mörgum öðrum! 

Jæja, þetta eru allir sem ég á, en það eru til miiiklu fleiri einhversstaðar út í heimi. En ég hef allavega bara séð þessa hérna á Íslandi og hef meðal annars séð þá í Lyfju og svo Hagkaup. 
Vonandi líkaði ykkur þetta blogg og takk fyrir að lesa! 

Þangað til á morgun :)
Rúna!


Þetta eru allir sem ég á!!




You Might Also Like

0 comments