January favourites!

14:10:00

Hæhæ! Það sem ég ætla að tala um í þessu bloggi eru mínir uppáhalds hlutir fyrir Janúar. Það verður ekkert bara makeup í þessum uppáhalds, ég er líka með eitt stk ilmvatn, þáttur sem ég hef dýrkað og svo random fav.

Jæja byrjum þetta bara. 

Makeup já. Naked 3 pallettan mín hefur verið í svakalega miklu uppáhaldi hjá mér þennan mánuðinn og ég hef notað hana rosalega mikið, ein af mínum bestu vinkonum gaf mér hana í jólagjöf og ég get ekki lýst hamingjunni þegar ég opnaði pakkann á aðfangadagskvöld. Ravishing Mac varaliturinn hefur verið notaður mjög mikið í mánuðinum og hann heillar mig alveg svakalega, önnur besta vinkona mín gaf mér hann í jólagjöf:) Mér finnst hann bæði svona til þess að láta á mig þegar ég er að fara eitthvað fínt og svo er hann líka bara mjög fínn fyrir skóla eða eitthvað dags daglega. Tanya Burr date night augnhárin er ég nýýýbúin að kynnast og ég ELSKA þau, þau eru svoo létt á augunum og flott og falleg og allt það vávává! Og síðast en ekki síst er það nee Deep Black Extension maskarinn, hann þykkir og lengir augnhárin og er bara svoo fallegur á augnhárunum. 

Ekki bestu gæðin, tók þetta allt bara á iphone 5s inn minn en ég
verð komin með myndavél bráðum. 
En já höldum áfram. Mest notaða ilmvatnið mitt í janúar er Killer Queen ilmvatnið frá Katy Perry. Þessi lykt er guðdómleg og passar svo mikið við mig. Mér hefur langað í það lengi og lét ég þá drauma rætast í desember. 

Svoo fallegt glas líka.


Þættirnir sem ég hef verið húkt yfir eru þættir á Netflix og þeir heita Raising Hope, alveg dreeepfyndnir. Verðið að horfa á þá ef þið hafið þann möguleika :) Í stuttu máli eru þeir um strák sem þarf að ala upp dóttur sína sem var ekki áætluð vegna þess að mamman er í fangelsi og það gengur misvel, en með hjálp fjölskyldunnar og vinanna gengur þetta ágætlega. Snilllldar þættir! :)) 
Google mynd, hræðileg gæði! 


Random favourites þennan mánuðinn er Buddha styttan mín, ég er ekki buddha trúar en mér finnst þessi stytta bara svoo falleg, hún er á skrifborðinu mínu og mér finnst hún bara svoo falleg og gaman að horfa á hana hahaha :) Ég keypti hana nú bara á einhverjar 1000kr í verkfæralagernum. 
Enginn sammála mér???

Jæja, þá er það komið gott held ég bara. Þetta voru bara nokkur favourites svona í byrjun þessa mánaðar. Vonandi hafið þið notið þess að lesa bloggið mitt og endilega segið hvað ykkur finnst í kommentunum! :) 

Þar til næst
Rúna :)

You Might Also Like

0 comments