Review - Morphe 35N

16:33:00

Hæ! Nú ætla ég að sýna ykkur mikið notaða pallettu sem ég fékk í afmælisgjöf frá vinkonu minni. Þessi fallega palletta heitir 35N og er frá merkinu Morphe sem selur allt á milli himins og jarðar, t.d. bursta, contour pallettur, augnskugga pallettur og eitthvað fleira. Þetta er alls ekki dýrt merki og er það mikill kostur vegna þess að vörurnar eru allar mjög flottar og góðar. 
 Hér er þessi palletta, í henni eru 35 augnskuggar eins og nafnið gefur til kynna. Augnskuggarnir hjá Morphe eru mjög litsterkir og frekar mjúkir en samt ekki, veit ekki alveg hvernig ég ætti að lýsa þeim. En það sem er mikilvægast eru þessir augnskugga mjög ofarlega á mínum lista yfir uppáhalds augnskugga.



Hér er ég búin að opna pallettuna og þá sjáið þið litina. Í þessari pallettu eru bara mattir litir, en auðvitað er Morphe líka að selja augnskugga sem eru shimmeraðir, allt frá ljósum yfir í dökka sem ég elska. Það eru allir litir af brúnum og allir litir af ljósum. Svo eru einnig fjólubláir og bleikir litir og einn grár. Það er rosalega gott litaval í þessari pallettu og það er þess vegna sem ég nota hana mikið. Það eina sem mér finnst ókostur við þessar augnskuggapallettur frá Morphe er að maður veit ekkert hvað augnskuggarnir heita, en það er ekkert aðal málið. En allavega uppáhalds liturinn og mest notaði í pallettunni er svona ljósbrúnn með smá appelsínugulum tón. Ég á þessa og 35O sem er líklega eftirsóknasta palletta sem ég hef nokkurn tíma heyrt af. Ég valdi að fjalla um þessa pallettu vegna þess að ég er búin að sjá mörg blogg og youtube myndbönd um 35O og það er ekkert alltaf gaman að sjá það sama er það nokkuð?
En allavega, pallettan fæst á Fotia.is eða í búðinni sem er í Skeifunni. Þetta er frábær verslun með mörg vinsæl og góð vörumerki á mjög góðu verði. Það er líka rosalega góð þjónusta í versluninni og líka góð sendingarþjónusta og það kann ég að meta! 
Vonandi fannst ykkur gaman að lesa þetta blogg og vonandi njótiði helgarinnar í botn <3



                            

You Might Also Like

0 comments