Cabin Life!!

16:19:00

Ætla núna að gera aðeins öðruvísi blogg en ég geri alltaf, aðeins út úr makeup hringnum :) Það sem ég ætla að skrifa um er ferðin mín upp í sumarbústaðinn sem Erin og fjölskylda hennar eiga. Þessi helgi var æðisleg þrátt fyrir þrumur og eldingar öll kvöldin. Við lögðum af stað frá Chaska (sem er rétt fyrir utan Minneapolis) kl svona hálf 1 og vorum komin í kringum 4 :) Stoppuðum líka 2svar sinnum á leiðinni og maður er 3 tíma að keyra þangað. Ég fór með Erin, kærasta hennar Brian og mömmu hennar Julie. Þegar við komum þá var enginn þarna og við fórum bara að slaka á. Erin og Julie fóru og hvíldu sig aðeins og Brian þreif bílinn. Ég skoðaði mig bara um og horfði á þætti. Svo ákváðu þau að fara í bæinn að kaupa áfengi fyrir helgina. Þegar við komum til baka í bústaðinn var Jim, pabbi Erin, kominn í bústaðinn og byrjaður að skoða bátinn. Hérna koma nokkrar myndir. 



Svo um kvöldið komu þrumur og eldingar og við fórum inn í bústað og slökktum öll ljós og horfðum út, svooo flott og kúl. Svo kom Drew, sem er bróðir Erin og svo komu allir vinir hans sem voru að koma þangað yfir helgina til þess að djamma. Þessi helgi kallast Labor Day weekend og þess vegna fara allir í bústaðina sína yfir þessa helgi vegna þess að það eru flest allir í fríi í vinnunni sinni á Labor day, sem er mánudagurinn eftir helgina. Vinir hans heita: Chris, Tanner, Ashley og Mackinze og þau voru öll svooo yndisleg við mig og vildu sýna mér allt og hafa mig með í öllu. Sem var alveg yndislegt :)




















Daginn eftir var gert morgunmatur á varðeldinum, það var eldað beikon og gert eggjahræru á eldinum og svo var grillað brauð líka. Svo var borðað úti, voðalega næs og kósý :)
 Þetta var mjög góður morgun, og eftir þetta þá fórum við á bátinn og smá bátsferð til þess að kæla okkur niður vegna þess að það var svo steikjandi hiti! Við tókum smá bátrúnt um vatnið og sóttum svo alla og fórum að synda lengst úti á vatninu sem var geeeeðveikt gaman, fyrir utan það að ég brann alveg hressilega á bakinu, öxlunum og í andlitinu. Þegar við vorum búin að synda þá fórum við bara að slaka á og gera eiginlega ekki neitt. Ég, Erin, Brian og Julie fórum í búðina til þess að kaupa inn fyrir kvöldmatinn og svo þegar við komum heim þá fór ég út á bátinn aftur með krökkunum og þau fóru á svona stóra flotdýnu sem er bundin aftan í bátinn og svo er keyrt hratt og reynt að skjóta þeim sem eru á þessu af dýnunni. Virðist rooosalega gaman en þetta er hættulegt og ég þorði ekki á þetta haha! En þeim fannst rosalega gaman og mér fannst mjög gaman að horfa á þetta. Þegar við komum inn þá fórum við og fengum okkur kvöldmat sem var Pulled Pork (mikið betra og girnilegra heldur en það sem fæst í N1 hahahah). Eftir það var bara slappað af og haft gaman, allir blindfullir nema ég, Erin og Brian :').

Þegar ég vaknaði á sunnudeginum þá slappaði ég bara af í smá stund en svo fórum við að veiða á vatninu, fórum með bátinn út á vatnið og stoppuðum og fórum að veiða. Veiddum alveg noookkra fiska og ég veiddi 3 :) 









Veiðiferðin var rosalega skemmtileg og þegar við komum heim þá ákváðum ég, Erin og Brian að skreppa í bæinn sem var háltíma í burtu frá bústaðnum og skoða bara og komast aðeins í WiFi. Eitt sem ég var frekar fúl með er að þegar við vorum í bænum þá fóru allir aftur út að synda og ég missti af því :( En það er svosem allt í lagi! Svo fór ég með krökkunum út að borða og við fengum okkur pizzur á stað sem heitir Zorbaz. Um kvöldið var mikið djammað og það var rosalega gaman, krakkarnir fóru út á bátnum og skinny dippuðu hahah! Myndir frá deginum : 




 
















Daginn eftir fóru allir krakkarnir heim og ég, Jim, Erin og Brian fórum bara út á vatn að veiða aftur um morguninn og ég veiddi 2 fiska í það skiptið en ég var alveg svakalega þreytt eftir kvöldið áður þannig ég var sko ekki að nenna þessu. Þegar við komum af bátnum þá slöppuðum við öll af og fórum svo aðeins út að synda og svo tókum við allt dótið okkar saman og fórum heim. 

Þetta var helgin mín þarna í sumarbúsaðinum og hún var bara mjög góð :) Er samt alltof spennt að komast loksins heim til mín, en ég fer heim eftir viku og ég get ekki beðið! :) Vonandi fannst ykkur gaman að lesa þetta þið sem nenntuð því og hlakka til að sjá alla þegar ég kem heim <3 


love u 

Rúna :)

p.s. afsakið hvernig þetta blogg er allt í rugli, kunni ekki að setja myndirnar á rétta staði þannig þær fóru bara alltaf einhvernveginn og textinn líka haha :) 

You Might Also Like

1 comments

  1. Snilld! Sumarbústaðir, þrumur og eldingar eru allt hlutir í miklu uppáhaldi hérna megin- get ekkki ímyndað mér hversu næs hefur verið að hafa þetta allt á sama stað á sömu helginni haha ;)
    Skemmtilegt blogg! Ég þrái USA nú enn meira en áður!

    SvaraEyða