Húðrútína :)

08:52:00

Ég var víst búin að lofa smá bloggi um húðrútínuna mína, so here it comes :) 

Ég reyni alltaf eins og ég get að fara vel með húðina mína og þríf hana rétt og ber á hana rétt krem og svona og mér hefur alveg tekist það frekar vel!
Þegar ég var úti þá keypti ég mér bestu húðvörur sem ég hef prófað og ég er alveg að fýla þær í tætlur! Það eru vörurnar frá First Aid Beauty og þær fást hérna á íslandi í flottu búðinni Fotia sem er í Portinu á Nýbýlaveginum í Kóp. Endilega kíkið á allar vörurnar sem þær í Fotia hafa uppá að bjóða vegna þess að þetta eru alveg gæða vörur og mæli alveg voða mikið með þeim. En ég keypti mér semsagt FAB faves to go kit og ég er yfir mig ánægð með allar vörurnar. Í kittinu er semsagt Facial Cleanser, Facial Radiance Pads og Ultra Repair Cream og uppáhaldið mitt er auðvitað kremið vegna þess að það bara er geeeðveikt!

Hérna koma vörurnar sem ég nota alltaf til þess að þrífa á mér húðina. Allavega þær sem ég er búin að vera að nota síðan ég kom heim :)



Þetta eru semsagt vörurnar sem ég nota á kvöldin á húðina á mér. Nú ætla ég bara að skrifa í þeirri röð sem ég nota þær og þið getið bara lesið hvað er hvað á myndinni til þess að vita hvaða vörur þetta eru sem ég nota vegna þess að ég gleymdi að láta tölustafi á myndina haha!
1. Ég fer oftast í sturtu á kvöldin og þá tek ég Facial Cleanserinn með mér og nota hann þar og þríf húðina í sturtu með honum. En ég tek samt oftast flest allt af með Micellar vatninu frá Garnier sem er reyndar ekki á þessari mynd en ég skal láta mynd af því hérna:

Þetta er Micellar vatnið og það nota ég til þess að taka eiginlega allt af áður en ég hoppa í sturtuna vegna þess að það er ekki gott fyrir húðina að fara fullmáluð í sturtu og þrífa allt þar. En já, ég semsagt nota cleanserinn til þess að taka restina af húðinni og djúphreinsa hana alveg.

2. Þegar ég kem úr sturtunni þá strýk ég Facial Radiance Pads yfir alla húðina og það er svo frískandi og gott. Þetta eru semsagt 28 mjög þunnar bómullarskífur sem koma í þessum pakka sem ég keypti mér og þær eiga að jafna út húðlitinn og birta til í húðinni meðal annars. Svo tóna þær líka húðina og taka allt sem varð eftir, sem er eiginlega aldrei neitt eftir sturtu vegna þess að húðin mín er alltaf tandurhrein eftir sturtuna. Ég fýla allavega bómullarskífurnar rosalega mikið! Það er líka hægt að kaupa þær einar og sér í Fotia eins og með bæði kremið og cleanserinn.

3. Þar á eftir tek ég kremið og læt mikið af því á húðina og alveg drekki henni í þessu kremi og mér finnst það virka mjööög vel og húðin mín er alltaf silkimjúk daginn eftir. Dýrka þetta krem!
4. Svo tek ég augnkremið frá Avon og nudda því vel og vandlega á augnlokið og á baugana mína, sem eru oftast miklir þessa dagana vegna þess að ég er mikið að vaka frameftir.

5. Þegar húðin mín er búin að draga kremið alveg inn í sig þá tek ég Coconut Water frá Herbivore sem fæst á Nola.is og ég spreyja því vel yfir allt andlitið og það gefur mér svo mikinn frískleika og það er svo gott að fara að sofa því rósalyktin af þessu vatni róar mig mikið.

Vonandi fannst ykkur gaman að lesa og vonandi kaupið þið ykkur eitthvað á þessum frábæru síðum sem ég er að mæla með hérna í blogginu! :)

Þar til næst
Rúna

p.s. ég er með snap: runadismakeup!  








You Might Also Like

0 comments