Shade + Light contour pallette review.

11:59:00

Þegar ég var úti þá keypti ég mér mína fyrstu contour pallettu og ég er ástfangin af henni. Það er Shade + Light pallettan frá Kad Von D. Ég hafði heyrt marga góða hluti um hana og varð þess vegna bara að kaupa hana og um leið og ég steig fyrsta skref mitt inn í Sephora þá sá ég hana og skellti henni í körfuna mína! Ég er hæstánægð með þessi kaup mín eins og mörg önnur kaup sem ég gerði úti.

Hérna er hún :

ekki bestu gæðin samt!



Hún lítur út eitthvað eins og hryllings eitthvað haha, en þannig eru allar vörurnar frá Kat Von D og mér finnst það bara frekar nett! Ljósu litirnir í henni heita Lucid, sem er svona pinkish nude litur, Lyric, sem er svona banana yellow beige litur og Levitation sem er svona soft peachy. Af þessum þrem nota ég alltaf Lucid og Lyric blandaða saman undir augun á mér til þess að setja hyljarann, elska þá og þeir gefa svo fallega og matta áferð. Hef aldrei notað Levitation haha, kannski ég fari að prófa hann! Svo heita dökku litirnir í henni Sombre, Shadowplay og Subconscious. Ég nota langmest Shadowplay til þess að skyggja andlitið og svo nota ég Subconscious til þess að skyggja enn dekkra. Svo læt ég bara einhvern fallegann bronzer yfir til þess að láta smá shine.

Hérna er hún opin :

svo falleg sko
Ég mæli semsagt alveg 100% með þessari contour pallettu fyrir þá sem elska að skyggja á sér andlitið. Hún er samt alveg dýr en ég segi að það sé allt í lagi vegna þess að hún er svo þess virði.

Vonandi fannst ykkur gaman að lesa þetta blogg! Blogga um eitthvað skemmtilegra næst :)

Þangað til
Rúna Dís


snap: runadismakeup



You Might Also Like

0 comments