September favorites!!

16:43:00

Það er stutt á milli blogga hjá mér núna! Ég hef svo mikinn tíma núna í að blogga að ég er bara að reyna að vera dugleg og vona að þið hafið gaman af því :)
Í þetta skiptið þá ætla ég að tala um vörurnar sem voru í uppáhaldi hjá mér fyrir september mánuð, en það eru samt bara makeup vörur í þessu uppáhalds bloggi. Ég ætla að blogga bráðlega um uppáhalds random hlutina mína og það verður eitt skemmtilegt blogg :) Byrjum þetta blogg!



Þetta eru uppáhöldin mín í september! Smá haust þema hjá mér í myndunum en ég er að elska það!

Lorac Pro mini: Þessi palletta er æðisleg! Þetta er semsagt svona mini útgáfa af Lorac Pro 1 pallettunni (sjá hér). Þessi palletta er semsagt alveg rosalega pigmentuð og er bara algjör snilld og ég mæli 100% með henni! Litirnir í pallettunni heita: Nude, Pewter og Espresso. Ég sýni swatches neðar í þessu bloggi.

NARS radiant creamy concealer: Þetta er annar þeirra hyljara sem ég nota langmest þegar ég er að gera flottar farðanir á sjálfa mig. Hann hylur rosalega vel og birtir mjög vel ef þú tekur hann í aðeins ljósari lit heldur en húðin þín er. Mér finnst hann rosalega góður og þess vegna er hann hluti af þessu bloggi mínu.

Coralista blush: Þetta er viðbót í Benefit vörurnar mínar. Þessi kinnalitur er voðalega fallegur peachy litur. Ég elska líka pakkningarnar á öllum vörunum hjá Benefit og þá sérstaklega kinnalitunum og sólarpúðrunum!

Tan pigment: Þetta er bara það fallegasta sem er til á jörðinni held ég. Og ég er ekki einu sinni að grínast. Þetta er svona bronz rósgylltur laus augnskuggi og ég gæti bara notað þetta á hverjum einasta degi vegna þess að mér finnst þetta bara svo falleg. Ef ég myndi velja þá myndi þetta pigment vera efst á uppáhalds listanum fyrir þennan mánuð!!

Pro Longwear concealer: Þessi hyljari er hinn af mínum uppáhalds hyljurum, hann er bara geðsjúkur! Hann gefur mjög góða þekju og mér finnst hann bara virka eiginlega eins og NARS hyljarinn nema mér finnst hann eiginlega gefa aðeins meiri þekju, sem er náttúrulega bara frábært! Það mæla allir með þessum hyljara svo ég varð náttúrulega bara að prófa hann og ég sé sko alls ekki eftir því vegna þess að þetta er bara snilldar hyljari :)

Woodwinked augnskuggi: Þessi augnskuggi er líka alveg rosalega fallegur og hann er minn uppáhalds augnskuggi núna í augnablikinu! Hann er svona brúnn með smá gullituðum tón og ég bara elska þennan.

Brow Wiz: Þessi er bara bestur í augabrúnirnar! Mæli algjörlega með honum :) Hann er semsagt með augabrúnagreiðu á einum endanum og svo skrúfblýantalit í augabrúnirnar á hinum endanum. Mjög svo fljótlegur í notkun og bara gerir flawless augabrúnir. Hann er frá Anastasia Beverly Hills sem er þekkt fyrir rosalega góðar vörur og þar á meðal Dipbrow Pomade sem er algjör snilld líka enda á ég hann og finnst hann það líka svaka gott en samt er Brow Wiz betra.


Hérna eru svo swatchin sem ég var að tala um fyrr í blogginu og ég skal segja hvað er hvað!

1. Nude liturinn úr Lorac Pro Mini.
2. Pewter liturinn úr Lorac Pro Mini.
3. Espresso liturinn úr Lorac Pro Mini.
4. Coralista blush.
5. Woodwinked augnskuggi.
6. Tan Pigment.

Vonandi fannst ykkur gaman að lesa þetta blogg enda lagði ég svolitla vinnu í það með því að taka myndirnar og vinna myndirnar smá í tölvunni :)
Endilega segið mér ef ykkur langar að sjá eitthvað sérstakt á blogginu.

Þar til næst
Rúna :)

Er enn með snap:  runadismakeup ;) 

You Might Also Like

0 comments