Reykjarvíkur ‘’haul’'

05:53:00

Jæjaa, það er nú orðið svolítið langt síðan ég bloggaði seinast en það er vegna þess að það er búið að vera svolítið mikið að gera hjá mér. Ég skrapp til höfuðborgarinnar og skemmti mér mjög vel þar. Keypti smá makeup og fékk svo gefins freshMinerals vörur sem ég er ástfangin af!! Ég ætla að sýna ykkur í þessu bloggi það sem ég keypti í Reykjavíkinni, og segja ykkur það sem mér finnst um þessar vörur. 
Byrjumetta. Þetta verður langt blogg!! 

Drugstore + bodyshop. 

Ég fór á Laugarveginn og fór í búðina Zebra cosmetics og keypti mér þrjá hluti. Elska þá alla og mér finnst þetta rosalega góðar vörur.
Art Make-up concealer: Ég keypti mér 2 hyljara og þetta er einn þeirra, hann er rosalega góður að mínu mati og finnst mér hann hylja vel. Þetta er svona chubby stick hyljari, og ég nota hann bæði undir augun og líka á bólur og sár. 
Bell multi mineral anti-age concealer: Þessi er svona blautur concealer og nota ég hann eiginlega á sama hátt og hinn, þeir eru báðir góðir á mitt andlit þar sem ég fæ alls ekki mikið að bólum en ég fæ svolítið stóra bauga og þetta er alveg að virka á þá. 
Svo keypti ég mér Creamy&shiny lip butter sem er svona chubby stick varalitur og varasalvi í einu, hann er svona mjúkur og gefur raka á varirnar og lit. Mjög sætur peachy bleikur litur sem hentar mér. Lyktar líka mjöög vel. 

Svo fór ég í body shop og fann mér geggggjað sólarpúður, ótrúlega fallegt og það þarf bara smá á burstann til þess að láta í andlitið. Elska það!! Það er smá svona shimmer í honum og mér finnst það einmitt svooo flott. Það er nr 01 bronze shade: golden bronze eða allavega stendur það aftan á pakkningunni :) 

týndi lokinu á einum hyljaranum :(


freshMinerals. 
Sólveig vinkona mín gaf mér seina jólagjöf vegna þess að hún náði aldrei að senda hana og í pakkanum voru snyrtivörur frá freshMinerals. Þessar vörur eru rooosalega góðar vörur og mjög pigmentaðar. Ég fékk 2 loose augnskugga, einn heitir 905650 Hush og hann er svona rauðbrúnn með shimmer í, ógeeeðslega flottur!! Svo er það hinn sem heitir 905643 Kaka og hann er hvítur með shimmer í, mjög pigmentaður og hann er geðveikt flottur undir alla augnskugga og svona. Svo fékk ég 906150 radiant loose powder foundation en það er ég ekki búin ennþá en held að það sé mjög gott svona dagsdaglega. Svona í staðinn fyrir meik og púður þá getur maður látið þetta á. Svo fékk ég 905551 natural loose finishing powder og nota ég það alltaf yfir hyljarann og er það ótrúlega flott og gott. Svo síðast en ekki síst þá fékk ég bara venjulegt púður sem er ekki svona loose. Það er nr 905821 light, það er mjöög ljóst og gott til þess að láta með öðru púðri, rosalega pigmentað og held að það endist mjög vel. 
Elska allar þessar vörur og þær munu verða notaðar mjög mikið! :) 


Mac & Nyx
Svo keypti ég mér tvo mjööög fallega varaliti. 
Hue varaliturinn frá mac er svo rosalega fallegur og myndi ég nota hann dagsdaglega ef ég myndi týma því haha. Hann er mjög svona nude með smá bleiku í og er þetta þriðji mac varaliturinn minn. Svo einhvertíman þá ætla ég að gera svona review af mac varalitunum sem ég á, þannig ég er ekki með mynd af honum opnum. 
Mals05 macaron lippie, ótrúlega flottur fjólublár litur, ég notaði hann fyrst á áramótunum en þá fékk ég hann lánaðann hjá vinkonu minni og elskaði hann strax svo ég bara varð að kaupa hann, sem ég gerði. 



Jæja, þetta er allt sem ég keypti og er ég andskoti ánægð með þetta allt saman, þó svo að þetta sé ekki rosalega mikið, þá er þetta einhver viðbót í safnið :) 

Takkk þeir sem nenntu að lesa þetta langa leiðinlega blogg, ætla að reyna að blogga aftur á morgun. 

Þar til næst :)
Rúnaaa 



You Might Also Like

0 comments