Clean makeup brushes!!

16:25:00

Hææææ. Það var kominn tími til að blogga, og líka til þess að þrífa mína elskulegu makeup bursta! Svo ég ákvað að sameina þetta og gera blogg um hvernig ég þríf þá, sniðugt ég veit. 

Ég þríf burstana mína kannski aðeins öðruvísi heldur en sumir. Svo ég er bara að sýna ykkur mína aðferð. 

Sápan sem ég nota er bara dr Fischer Kids 2in1 shampoo&conditioner. Mér finnst hún virka mjög vel og gera þá hreina og svo kemur mjög góð lykt af þeim eftir að þeir eru búnir að þorna. '




Burstarnir voru mjög óhreinir og hérna sjáiði mynd hversu ógeðslegir þeir voru orðnir, svo það var kominn tími til þess að þrífa þá!! 




Ég þríf burstana mína bara í baðvaskinum og nota gúmmí ofnhanska (ég veit hljómar mjög skringilega). En þessi ofnhanski gerir kraftaverk! Hann er mjög líkur þeim sem maður kaupir í Sephora t.d. og þeir eru gerðir sérstaklega til þess að þrífa bursta en ekki þessi sem ég nota. Hann gerir held ég alveg það sama nema Sephora hanskinn er með meira af svona áferðum (gróft, fínt o.s.fr.). En þessi sem ég er með er bara með einni áferð útaf hann er náttúrulega bara venjulegur ofnhanski haha. Ég læt sápuna bara á hanskann, bleyti burstann og svo nudda ég bara burstanum á hanskann í hringlaga hreyfingum :) Ekkert flóknara en það. 



Ég var ekki að þrífa alla burstana mína vegna þess að þeir voru alls ekki allir óhreinir. Þeir sem voru óhreinir voru þeir sem ég nota langmest, á hverjum degi og um helgar og svona. 
Það kom helling af ógeði úr burstunum eins og þið sjáið hérna á myndinni fyrir ofan hahah! 
Ég mæli með að þrífa þá allavega 1 á 2 vikum svona vel en annars 1 sinni í viku vegna þess að þið vitið ekki um alla sýklana sem safnast þarna í wow!! Ég reyndar er mjög löt í að þrífa þá en er aðeins að reyna að taka mig á að þrífa þá svona vel 1 sinni á 2 vikum :) 

VOILA, sjáið þessi djásn <3 Hérna eru þeir hreinir. p.s. stundum eru þeir hreinir en liturinn er smá fastur í þeim.. Eins og augnskugga burstunum mínum! 

Svo ætla ég að skella smá extra um MAC varalitina sem ég á, en þeir eru nefnilega bara 3(fer vonandi að bæta í safnið bráðlega). 
swatches! 




Þeir eru svoo fallegir. 

1. Ravishing(cremesheen) er svona með appelsínugulum tón í en er rosalega fallegur! Hann var í january favourites blogginu mínu. Nota hann oft bara svona dagsdaglega og stundum líka þegar ég er að fara eitthvað fínt. Er alveg ástfangin af honum, sem og hinum hahah:) 

2. Hue(glaze) er mjög nude og perfect til þess að vera með bara svona á daginn fyrir skólann og svona. Dýrka hann. Er nýbúin að kaupa hann og tala aðeins um hann í Reykjavíkur Haul blogginu mínu. Segi þar að ég tými ekki að nota hann dagsdaglega en ég hætti við hahah, get ekki! 

3. Velvet Teddy(matte) hann er oft kallaðu Kylie Jenner liturinn og er meira svona nude brúntónaður. Mér finnst hann mjöög flottur en stundum fýla ég hann ekki á mér, veit ekkert afhverju! En nota hann samt alveg og hann er fyrsti mac varaliturinn sem ég keypti mér :) 

Elska þá alla og finnst þeir allir svooo fínir! En já ég held þetta blogg sé bara komið gott. 

Sjáumst næst 
Rúna :) 

You Might Also Like

0 comments