Benefit vörurnar mínar!

18:39:00

Smá blogg um Benefit vörurnar mínar! Mæli algjörlega með þessum þrem vörum, fást því miður ekki á íslandi en fást í Sephora þar sem þær eru og líka í Boots í Englandi. 

Byrjum á sólarpúðrinu Hoola sem er mjög flott og gott matt sólarpúður frá Benefit. Það er mjög vinsælt og margir förðunarfræðingar á Íslandi og úti mæla með þessu sólarpúðri. Vinsælt hjá Youtube stjörnum líka :) 
Gefur mjög fallega áferð undir kinnbeinið og lítur náttúrulega út. Það er í dýrari kantinum fyrir þá sem eru ekki mikið að spreða í makeup en mér finnst það klárlega þess virði vegna þess að þetta endist vel og er mjög gott! 
Hérna eru myndir!
 

Svo fallegar umbúðir




Þarna er burstinn sem fylgir.

Svo er það Porefessional primerinn frá sama merki sem ég dýrka! Mjög góður primer og fyllir vel upp í svitaholurnar í andlitinu sem á að slétta húðina og gera hana mjög flotta. Sumir líkja þessum primer við Garnier primerinn og mér finnst alveg eitthvað sameiginlegt með þeim en mér finnst Porefessional aðeins betri. Hann er líka dýr en það er eiginlega alltaf þannig með allar Benefit vörur en eins og ég sagði áðan þá er það þess virði! 
Mynd! 
Aftur fallegar umbúðir vá. 

Gimme Brow er næsta og seinasta varan sem ég ætla að tala um. Það er svona litað augabrúnagel sem maður lætur í augabrúnirnar til þess að gefa þeim bæði lit og til þess að halda þeim á sínum stað. Ég elska þetta en ég nota þetta samt eftir að ég er búin að láta aðeins lit með brow kittinu frá body shop í brúnirnar vegna þess að þetta fyllir ekki alveg upp í mínar augabrúnir. En samt sem áður finnst mér þetta rosalega gott gel og þetta er til dæmis mjög gott þegar maður er með nýlitaðar augabrúnir til þess að halda þeim eins og þú vilt hafa þær! 
Mynd: 
Beautiful! 



















Þá er þetta komið, verði ykkur að góðu með þetta stutta og laggóða blogg! 

Rúna over and outttt <3 

You Might Also Like

0 comments