Daily makeup routine!

18:19:00

Núnaa ætla ég að sýna ykkur, sem eruð ekki mörg at the moment, að sjá það sem ég nota dagsdaglega á andlitið á mér! Fer náttúrulega eftir hversu mikið ég nenni en oftast er það eitthvað af þessu á myndinni :) 

Ekki beint besta myndin en...
Þessar vörur eru semsagt í meestu uppáhaldi hjá mér akkúrat núna! Ætla aðeins að segja ykkur nánar frá þeim

Farði - True Match farðinn frá Loreal er minn allra uppáhalds farði núna, og nota ég hann barasta á hverjum degi, nema þegar ég nenni ekki að mála mig sem er alls ekki oft vegna þess að ég elska að mála miig! 

Hyljari - Ég nota og mun vonandi aldrei hætta að nota uppáhalds hyljarann minn frá L.A. Girl, Pro conceal. Hann er bestur! Hann fæst hér og kostar hann litlar 990 kr og er yndislegur! Frí sending og þetta er íslensk síða :) 

Púður - Púðrið sem ég með á heilanum núna heitir Stay Matte og er frá snyrtivörufyrirtækinu Rimmel, en það fæst því miiður ekki á íslandi svo ég viti en það er hægt að panta það til dæmis hér og mér finnst það hræódýrt og alveg sjúklega gott og mæli ég hinsvegar með því. Það er mjöög góð lykt af því (já ég aðlagast svolítið af vel lyktandi snyrtivörum haha) og mér finnst það gera húðina svo flotta matta og svonaa. 

Sólarpúður - Ég nota Hoola bronzer frá yndislega merkinu Benefit sem er samt svolítið dýrt en alveg mikið þess virði. Þessi bronzer er mjög mattur og gefur rosalega fallega áferð. Tala meira um þennan og 2 aðrar Benefit vörur í næsta bloggi! 

Kinnalitur - Kinnaliturinn sem ég nota heitir Luminoso og er frá Milani sem fæst hér á íslensku síðunni haustfjord.is! Yndislegur kinnalitur í alla staði og mjööög vinsæll! 

Augabrúnir - Nota kittið frá Body Shop sem mér finnst mjög gott og helst á augabrúnunum allan daginn... Hef ekki efni á einhverju dýrara eins og Anastasia Beverly Hills svoooo þetta verður að duga núna! Nota lit númer 02. 

Augnskuggi - Ef ég nenni að láta á mig augnskugga þá nota ég Naked 3 palletuna sem ég elska. Nota oftast bara einhvern mjög einfaldann lit létt yfir allt augnlokið og svo smá ljósann lit í innri augnkrók. Einfalt en flott look á augun. 

Maskari - Akkúrat núna þá elska ég nýja maskarann Lash Sensational frá Maybelline og hann er geðveikur. Lengir, þykkir og gerir sitt verk fullkomnlega! 

Burstarnir sem ég nota dagsdaglega eru svo þessir þrír sem eru á myndinni + complexion sponge frá Real Techniques sem ég nota í farða. Bleika nota ég í kinnalit, appelsínugula nota ég í púður og fjólubláa í augabrúnirnar mínar. Vantar eiginlega einn á myndina sem er contour brush frá RT en hann nota ég í sólarpúður. 

Þá myndi ég segja þetta komið en þetta var svolítið langt blogg en vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegt og vonandi fariði og prófið uppáhalds vörurnar mínar! Bæjó 

Rúna :)






You Might Also Like

0 comments