Jólagjafalisti 2015!!

17:31:00

Jæjaaa, þá er komið að því sem ég er spenntust yfir! Að gera jólagjafalista fyrir jólin sem eru handan við hornið :) Ég spurði mömmu mína hvort hún vildi að ég myndi gera svona lista þannig hún gæti bara fengið hugmyndir og gefið öðrum hugmyndir og henni fannst það brilliant! Svo hér kemur það. Þetta verður svolítið langt, þar sem mér langar í mjög mikið heh! 

Pyropet kerti


Þetta kerti er svo fallegt. Veit ekki alveg hvað ég get sagt fleira um það. Ég elska kisur, þetta er kisukerti... Finnst það allavega alveg ofboðslega fallegt og það væri alveg geðveikt að fá þessa dýrð til þess að sitja á skrifborðinu mínu (þó svo að ég myndi ekki brenna það mjög líklegast). Þetta kerti fæst í Húsi Handanna hérna á Egilsstöðum en einnig hér

Sweater weather kerti

Þetta er kerti frá Bath and Body Works sem er búð í USA. Ég keypti mér svona kerti úti og þetta er bara besta kerti sem ég hef nokkurn tíma keypt. Það fæst á Íslandi og ég væri himinlifandi að sjá þetta í einum af jólapökkunum mínum í ár! Það fæst hér.

35O augnskuggapalletta frá Morphe


Þessi gullfallega palletta hefur átt huga minn síðan ég sá hana fyrst! Hún er guðdómleg. Hún fæst á íslandi en hefur verið uppseld rosalega lengi en er væntanleg núna í desember. Mér langar óstjórnalega mikið í hana. Hún fæst hér.

Ultra Countour pallette

Þessi palletta er einnig mjög falleg og mér langar í hana. Það er allt sem ég þarf að segja. Þessi fæst hér.

Vixen augnhár frá SocialEyes


Þessi augnhár hefur mér langað í mjög lengi en aldrei keypt, engin ástæða samt. Allir makeup bloggarar nú til dags tala um þau og elska þau. Nú er komið að mér að prófa þau og það er þess vegna sem þau eru á þessum lista. Þau fást hérna.

Glamourus Shorty augnhár frá SocialEyes
Þegar ég var að leita af hinum hérna fyrir ofan þá rakst ég á þessi og mér langar líka í þau. Bara svona afþví bara. Þau fást hérna.

Brow Wiz
Þessi vara finnst mér lífsnauðsynleg. Mér vantar þennan augabrúnablýant alveg svakalega mikið. Ég nota hann á hverjum degi og minn er búinn og ég fór bara næstum því að gráta þegar ég fattaði það hahahah! Ég nota litinn Medium Brown og fæst varan hér.

F80 Flat Kabuki KOPAR
Þennan bursta langar mér ógeðslega mikið í. Ég hef prófað svona bursta áður nema bara frá öðru merki og það er minn uppáhalds bursti til þess að nota í meik og þess vegna langar mér í þennan. Þessi er frá mínu uppáhalds burstamerki Sigma sem er eitt af vinsælustu burstamerkjum heims. Mér langar í hann í kopar lit vegna þess að mér finnst það fallegra heldur en silfur og það kostar heldur ekkert meira. Fæst hér.

Kat Von D eyeliner eða Eye of Horus eyeliner


Mér vantar nýjan eyeliner í svona formi og þessir báðir koma til greina. Mér líst vel á þá báða og hef heyrt frábæra hluti um báða. Eye Of Hours fæst hér og Kat Von D fæst hér.

Peningar
Svo er ég líka alltaf til í fá bara peninga í pakkanum mínum og þá get ég bara keypt hluti sem mér langar í sjálf :)


Þá held ég að þetta sé bara komið í bili. Veit að þetta var alveg ansi langt blogg en þetta er allt svo mikilvægt. Allar þessar vörur fást líka á íslandi sem er stóóór plús fyrir ættingja og líka bara vini mína.

Þar til næst

Rúna!! 

<3

You Might Also Like

0 comments