Review - MakeupGeek augnskuggar

10:56:00

Jæja loksins fann ég mér smá tíma í að blogga! Ætla að sýna ykkur nýju Makeupgeek augnskuggana mína og segja ykkur aðeins frá þeim! Ég semsagt keypti mér 5 augnskugga og Zpallettu af makeupgeek.com og þau senda til Íslands svo það er ekkert mál að verlsa í gegnum þau. Þetta var svona 2-3 vikur á leiðinni myndi ég segja og þetta er allt mjög vel pakkað inn svo að þeir brotni nú ekki á leiðinni. Hérna er mynd:



Þetta eru bestu augnskuggar sem ég hef prófað og það er 100% plan að kaupa fleiri þegar ég á pening til þess að spreða. Þessir augnskuggar eru mjög pigmentaðir og mjúkir! Þeir koma í svona augnskuggapönnum sem þú lætur í Zpallettu eins og er þarna á myndinni. Ég keypti mér eftirfarandi liti: Peach Smoothie, Cosmopolitan, Bitten, Creme Brulee og Shimma Shimma. Minn uppáhalds af þessum er Cosmopolitan en hann er bara geðsjúkur bleikappelsínugulur glimmer litur. Get ekki líst honum betur en mæli allavega  hiklaust með öllum litunum sem ég keypti. Jaclyn Hill og KathleenLights mæla líka með þeim í video unum sínum. Sé ekkert eftir þessum pening og einn augnskuggi er nefnilega ekkert það dýr en hann kostar 6 dollara eða 790 íslenskar kr sem er alls ekkert það mikið á meðan við þessi svakalegu gæði í augnskuggunum.

Vonandi fannst ykkur gaman að heyra aðeins frá mér!
Þar til næst
Rúna :*

snapchat: runadismakeup

p.s. er ekkert dugleg þar heldur haha, en verð það í jólafríinu :)

You Might Also Like

0 comments